NOTENDASKILMÁLAR KVITT REIKNINGA


1. Samþykki skilmála

Mikilvægt er að notendur lesi þessa notendaskilmála og kynni sér þá vandlega áður en aðgangur er stofnaður í Kvitt. Með því að stofna aðgang og nota þjónustu Kvitt samþykkir notandi að hlíta þessum skilmálum í hvívetna. Öll notkun þjónustu Kvitt takmarkast við aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og þær upplýsingar og þá þjónustu sem í boði eru á hverjum tíma. Notendur geta ávallt nálgast þessa skilmála á vefsíðu Kvitt á slóðinni kvitt.is.
Auk þessara notendaskilmála gilda almennir skilmálar greiðsluþjónustuveitanda um innlánsreikninga og almennir viðskiptaskilmálar greiðsluþjónustuveitanda. Þessir almennu skilmálar eru þessum notendaskilmálum til fyllingar. Í þeim tilvikum sem ósamræmi er á milli þessara notendaskilmála annars vegar og almennra skilmála greiðsluþjónustuveitanda hins vegar, skulu notendaskilmálarnir ganga framar hinum almennu skilmálum. Almenna skilmála greiðsluþjónustuveitanda má finna á vefsíðu hans.

2. Skilgreiningar

Greiðsluþjónustuveitandi: Sparisjóður Suður-Þingeyinga
Farsímanúmer: Farsímanúmer sem notandi hefur valið að nota til að senda eða taka á móti greiðslum.
Kvitt App: Forrit sem notendur nota til að framkvæma greiðslur í gegnum lausnina þegar þeir eru ekki að nota lausnina í gegnum app greiðsluþjónustuveitanda.
Lausnin: Kvitt hugbúnaðarlausnin.
Notandi: Viðskiptavinur greiðsluþjónustuveitanda, þ.e. aðili sem á grundvelli notendaskilmála notar lausnina til að inna greiðslur af hendi til söluaðila eða millifæra fjárhæðir til annarra notenda.
Leyninúmer: Númer sem notandi hefur valið sem aðgangskóða til að opna Kvitt App.
Innlánsreikningur: Innlánsreikningur hjá greiðsluþjónustuveitanda sem notandi tengir við lausnina.
Sendandi: Sá notandi sem sendir millifærslu eða greiðslu með lausninni.
Söluaðili: Rekstraraðili sem hefur heimild til þess að taka við greiðslu í gegnum lausnina.
Viðtakandi: Annar notandi eða söluaðili sem tekur við millifærslu eða greiðslu með lausninni.

3. Skráning notenda

3.1. Skilyrði til að skrá sig sem notanda með Kvitt App

 • Til þess að geta stofnað samning um notkun lausnarinnar þarf notandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
  • Hafa yfir að ráða farsíma með viðeigandi stýrikerfi.
  • Vera skráður fyrir íslensku farsímanúmeri.
  • Vera með íslenska kennitölu.
  • Vera með rafræn skilríki.
  • Vera með virkt netfang.
  • Vera með innlánsreikning þar sem notandi er eigandi.
 • Notandi getur einungis gert samning um notkun lausnarinnar fyrir sjálfan sig og er ekki hægt að skrá þriðja aðila sem notanda.
 • Hver kennitala getur aðeins verið með einn aðgang að lausninni. Ef skipt er um greiðsluþjónustuveitanda skal loka eldri notendaaðgangi og stofna nýjan.
 • Hægt er að nota sama aðgang að lausninni í mörgum farsímum, ef notandinn er skráður fyrir fleiri en einum farsíma sem allir uppfylla kröfurnar.
 • Notandi þarf að samþykkja að Kvitt megi senda honum „push-boð“ í Kvitt appi.
 • Breytist upplýsingar um notanda skal notandi samstundis uppfæra þær.

3.2. Persónuupplýsingar

 • Vakin er athygli á að aðrir notendur og söluaðilar geta í tengslum við sendingar, móttöku og beiðnir um greiðslur
  fengið upplýsingar um nafn notanda, farsímanúmer og aðrar persónuupplýsingar. Þetta á einnig við þótt
  farsímanúmer sé leyninúmer. Með því að skrá sig í lausnina samþykkir notandi þessa upplýsingagjöf.
 • Tilgangurinn með því að veita þessar upplýsingar er að bera kennsl á sendanda og viðtakanda greiðslu með
  lausninni.
 • Frekari upplýsingar um meðferð á persónuupplýsingum er að finna í kafla 10.

3.3. Auðkennisleið

 • Notandi þarf að auðkenna sig inn í lausnina.
 • Notandi þarf að velja fjögurra stafa leyninúmer.
 • Leyninúmer má ekki samanstanda af fjórum eins tölum eða tölum í beinni og óslitinni hækkandi eða lækkandi röð
  (dæmi: 1111 eða 1234).
 • Notanda er óheimilt að láta öðrum leyninúmer sitt í té.
 • Notandi skal varðveita leyninúmer sitt með þeim hætti að aðrir geti ekki komist yfir það.
 • Sá sem auðkennir sig með réttri auðkenningu inn í lausnina (t.d. með leyninúmeri) er talinn eigandi notendaaðgangs
  og hefur heimild til að framkvæma aðgerðir með lausninni. Eigandi ber ávallt fulla ábyrgð á öllum aðgerðum sem
  staðfestar hafa verið með ofangreindum hætti.

3.4. Afturköllun/stöðvun á greiðslum

 • Notanda er ljóst að ekki er hægt að afturkalla/stöðva greiðslur sem framkvæmdar eru með lausninni. Þetta á einnig
  við í þeim tilvikum sem um er að ræða ranga fjárhæð eða rangan viðtakanda.
 • Notandi ber ábyrgð á öllum beiðnum (s.s. millifærslum og greiðslum) sem framkvæmdar eru með lausninni. Gildir
  þetta einnig ef um svik er að ræða.

3.5. Greiðslur með lausninni eiga sér stað samstundis

 • Fjárhæðin er tekin út af reikningi um leið og notandi hefur samþykkt hana.
 • Þetta á einnig við ef keyptar eru vörur eða þjónusta sem ekki eru afhentar strax.

3.6. Varðveisla og verndun

 • Hægt er að nota lausnina til að taka beint út af þeim reikningi sem tengdur er við lausnina.
 • Notandi er ábyrgur fyrir því að geyma og vernda farsíma þannig að annar aðili hafi ekki aðgang að lausninni.
 • Ef farsími, sem tengdur er við lausnina, tapast eða er stolið, ber notanda að loka aðgangi sínum án tafar með því að
  senda tilkynningu um það um heimasíðu Kvitt, kvitt.is eða með því að hafa samband við greiðsluþjónustuveitanda.
  Sama gildir ef öryggis- og auðkennisupplýsingar notanda eru í hættu.

3.7. Farsímanúmer

 • Það er á ábyrgð notanda að símanúmerið sem tengt er Kvitt sé farsímanúmer.
 • Vilji notandi hætta notkun á lausninni eða ef notandi notar ekki lengur farsímanúmerið skal notandi loka aðgangi
  að lausninni. Sé stofnaður nýr aðgangur á sama farsímanúmer mun eldri aðgangur að lausninni lokast sjálfkrafa.
 • Notanda er ljóst að lokun á farsímanúmeri hjá fjarskiptafyrirtæki felur ekki í sér lokun á lausninni.

3.8. Aðgangur að þráðlausu staðarneti (e. bluetooth) og staðsetningaþjónustu (e. locations)

 • Til þess að nota lausnina þarf notandi að hafa kveikt á þráðlausu staðarneti og nettengingu í farsímanum (t.d. WiFi
  eða með opnum farsímagagna). Einnig þarf notandi að hafa kveikt á staðsetningarþjónustu símans.
 • Fyrir iPhone síma þarf að vera kveikt á þráðlausu staðarneti, WiFi eða farsímagögnum bæði í Stillingum símans og í
  Stjórnstöð (e. Control Center) símans.

4. Notkun á lausninni

4.1. Úttektarmörk

 • Notendur geta lækkað úttektarmörk sín undir Stillingum, óski þeir þess. Ef úttektarmörkin eru stillt á kr. 0 getur
  notandinn aðeins tekið við fjárhæðum í gegnum lausnina.
 • Notandi getur ekki millifært/greitt meira á hverjum sólarhringi en sem nemur úttektarmörkunum. Engin takmörk
  eru fyrir því hversu háum fjárhæðum notendur geta tekið við í gegnum lausnina.
 • Í valmyndinni undir Stillingum geta notendur séð eigin úttektarmörk auk daglegra hámarksúttektarmarka hverju
  sinni.
 • Ef breytingar verða á hámarksúttektarmörkum verður þeim notendum sem ekki hafa sjálfir stillt úttektarmörk sín
  úthlutað hinum nýju hámarksúttektarmörkum. Notendur sem áður hafa úttektarmörk sem eru lægri en hin nýju
  hámarksúttektarmörk halda sínum úttektarmörkum.
 • Aldrei er hægt að millifæra hærri fjárhæð en þá fjárhæð sem laus er til ráðstöfunar inni á reikningnum.

4.2. Millifærslur og greiðslur með lausninni

 • Millifærslur til annarra notenda:
  • Sendandi slær inn fjárhæðina sem hann vill millifæra og velur viðtakanda úr tengiliðalista eða slær inn
   símanúmer hans.
  • Sendandi ber ábyrgð á því að farsímanúmer sem notað er við greiðslu með lausninni sé rétt og tilheyri
   viðtakanda.
  • Hægt er að skrifa skilaboð til viðtakanda.
  • Að því loknu samþykkir sendandi greiðslu með því að velja Staðfesta. Þegar notandi fær staðfestingu á
   millifærslunni hefur hún verið framkvæmd.
  • Viðtakandi fær skilaboð um millifærsluna en í þeim eru m.a. upplýsingar um farsímanúmer sendanda.
  • Sendanda millifærslu er ljóst að ekki er hægt að ábyrgjast að staðfestingarskilaboðin séu afhent/komist til skila.
 • Greiðslur til söluaðila sem tekur við greiðslu með lausninni:
  • Fylgja þarf þeirri aðferð sem viðkomandi söluaðili fer fram á.
  • Greiðsla er samþykkt með því að velja Staðfesta.

4.3. Ef ekki er hægt að millifæra

 • Reyni notandi að millifæra á farsímanúmer, sem ekki er skráð í lausnina eða sem skráð er á lokaðan reikning, er
  notanda boðið að senda boð með SMS í það farsímanúmer sem um ræðir.

5. Lokun aðgangs að lausninni

5.1. Af hálfu notanda

 • Notanda ber að loka aðgangi að lausninni án tafar ef:
  • Farsíminn eða SIM-kortið týnist, er stolið eða ef notandann grunar að svo sé.
  • Notandinn uppgötvar, eða hann grunar, að lausnin hafi eða gæti verið misnotuð.
  • Notandinn uppgötvar, eða hann grunar, að einhver hafi komist yfir aðgangsupplýsingar hans.
 • Nánari upplýsingar um lokun aðgengis að lausninni koma fram á vefsíðu Kvitt á slóðinni kvitt.is.
 • Notandi getur afturkallað lokun í Kvitt App með því að nota rafræn skilríki.

5.2. Af hálfu greiðsluþjónustuveitanda

 • Greiðsluþjónustuveitandi getur lokað aðgangi notanda að lausninni ef notandi óskar þess.
 • Greiðsluþjónustuveitandi getur fyrirvaralaust lokað aðgangi notanda að lausninni ef:
  • Innlánsreikningnum sem er tengdur við lausnina er lokað með einhverjum hætti.
  • Grunur vaknar um misnotkun.
  • Greiðsla stangast á við lög, allsherjarreglu og/eða almennt siðgæði.
  • Greiðsluþjónustuveitandi telur að ekki sé farið að notendaskilmálum eða þeir eru brotnir.
  • Slíkt er skylt vegna fyrirmæla í lögum, eftirlitsaðila eða dómstóla.
 • Greiðsluþjónustuveitanda er heimilt hvenær sem er að breyta virkni lausnarinnar og/eða hætta að bjóða hana. Komi
  til þess að hætt verði að bjóða lausnina verður notendum tilkynnt um það með hæfilegum fyrirvara.

6. Ábyrgð

 • Sérhver ágreiningur eða tjón hvort sem er vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem greidd er með lausninni eða
  annarra millifærslna með lausninni er greiðsluþjónustuveitanda og/eða Kvitt óviðkomandi og án ábyrgðar fyrir
  greiðsluþjónustuveitanda og/eða Kvitt.
 • Hvorki greiðsluþjónustuveitandi eða Kvitt bera ábyrgð á tjóni notanda, ef tjónið má rekja til óviðráðanlegra atvika
  („force majeure“), s.s. tjóns sem þriðji aðili veldur, bilunar, truflana eða óvirkni hugbúnaðar, vélbúnaðar eða
  fjarskiptabúnaðar, vanefnda undirverktaka eða utanaðkomandi þjónustuveitenda, rafmagnsbilana eða
  rafmagnsleysis, bilana í nettengingum, inngrips löggjafa eða stjórnvaldsaðgerða, yfirstandandi eða yfirvofandi
  stríðsátaka, uppþots, borgaralegs óróa, skemmdarverka, spellvirkja (spellvirki í þessu sambandi nær einnig yfir tjón
  af völdum tölvuárása, tölvuglæpa eða tölvuveira) eða hryðjuverka, náttúruhamfara, verkfalla, verkbanns,
  viðskiptabanns eða hafnbanns eða annarra sambærilegra atvika sem koma í veg fyrir efndir. Gildir þetta óháð því
  hvort að búnaður er í eigu greiðsluþjónustuveitanda, Kvitt eða þriðja aðila.

7. Tilkynningar

 • Greiðsluþjónustuveitandi hefur leyfi til að senda notanda tilkynningar með rafrænum hætti á það netfang og
  símanúmer sem notandi hefur gefið upp í tengslum við þjónustuna.
 • Greiðsluþjónustuveitandi reynir að tryggja að allar tilkynningar berist notanda fljótt og örugglega, en ábyrgist þó
  ekki að tilkynningar komist rétt og tímanlega til skila.

8. Breytingar á notendaskilmálum

 • Heimilt er að gera breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er. Heimilt er að gera breytingar á skilmálunum sem
  ekki fela í sér auknar skuldbindingar fyrir notanda án fyrirvara. Aðrar breytingar skulu taka gildi með tveggja mánaða
  fyrirvara. nema brýnar öryggiskröfur, breytingar á lögum, fyrirmæli stjórnvalda eða önnur slík atvik leiði af sér styttri
  frest.
 • Breytingar, sem kunna að verða gerðar á skilmálunum, skulu lagðar fram á varanlegum miðli, s.s. með rafrænum
  hætti, t.d. í lausninni, gegnum netbanka, með SMS eða á vefsíðu Kvitt á slóðinni kvitt.is.
 • Notandi ber ábyrgð á að kynna sér breytingar á notendaskilmálum.
 • Breytingar á notendaskilmálunum teljast samþykktar nema tilkynning um að notandi vilji ekki vera bundinn af nýjum
  reglum berist greiðsluþjónustuveitanda fyrir þann tíma sem breyting tekur gildi.
 • Ef notandi kýs að samþykkja ekki breytta skilmála, mun notandi ekki lengur geta nýtt sér lausnina. Aðgangur að
  lausninni fellur niður eigi síðar en þegar breyttir skilmálar taka gildi.
 • Ef notandi heldur áfram notkun á lausninni, eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi, er litið svo á að notandi hafi
  samþykkt gildandi skilmála.
 • Greiðsluþjónustuveitandi er aldrei skuldbundinn til að veita notanda þjónustu.

9. Verð

Upplýsingar um kostnað vegna notkunar á lausninni kemur fram í verðskrá á hverjum tíma. Kvitt ehf. sem þjónustuaðili
lausnarinnar er heimilt að innheimta gjöld vegna notkunar notanda á lausninni samkvæmt verðskrá Kvitt hverju sinni.

10. Upplýsingar um notanda

10.1. Söfnun og notkun upplýsinga

 • Notanda er ljóst að þegar hann skráir sig sem notanda að lausninni er greiðsluþjónustuveitanda nauðsynlegt að
  safna og vinna með persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur.
 • Sem dæmi um slíkar persónuupplýsingar eru t.d. kennitala, netfang, nafn, reikningsnúmer og farsímanúmer auk
  annarra upplýsinga, öll færslugögn, s.s. upplýsingar um greiðslur, fjárhæð, dagsetningu færslu, númer færslu ásamt
  auðkenni á sendanda og viðtakanda, upplýsingar um það hvenær notandi stofnaði til samnings um notkun á
  lausninni, stöðu þess samnings, hvaða útgáfu notandi er að nota af lausninni og hvaða stýrikerfi notandi er með í
  símanum.
 • Megintilgangur með vinnslu á persónuupplýsingum er sá að gera greiðsluþjónustuveitanda og/eða Kvitt kleift að
  auðkenna notendur og að gera notendum kleift að nota lausnina. T.d. þannig að notandi geti framkvæmt greiðslur
  með lausninni, greiðsluþjónustuveitandi geti veitt notendum þjónustu og ráðgjöf og hægt sé að greina og lagfæra
  villur í appi. Upplýsingarnar eru einnig notaðar til þess að uppfylla skilyrði sem leiða af lögum, lögbundnu eftirliti og
  til að koma í veg fyrir misnotkun.
 • Þá safnar greiðsluþjónustuveitandi einnig persónuupplýsingum í greiningartilgangi, þ.e. vinnsla tölfræðigagna,
  greining á notkun lausnarinnar og markaðsgreining. Dæmi um persónuupplýsingar, sem er safnað í þessum tilgangi,
  eru upplýsingar um hegðun og notkun notenda í lausninni, svo sem fjöldi tiltekinna aðgerða, hvað er gert eftir
  notkun aðgerðar og með hvaða hætti aðgerðir eru framkvæmdar. Slíkar upplýsingar eru ávallt gerðar
  ópersónugreinanlegar áður en slík vinnsla fer fram í greiningartilgangi.

10.2. Framsal á persónuupplýsingum

 • Greiðsluþjónustuveitandi veitir viðtakanda og sendanda og banka þeirra upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess
  að notandi geti notað lausnina, þar með taldar upplýsingar sem auðkenna sendanda og viðtakanda.
 • Greiðsluþjónustuveitandi kann að miðla persónuupplýsingum skv. grein 10.1. til þriðja aðila, t.d. til
  þjónustuveitenda eða samstarfsaðila í hlutverki vinnsluaðila, þ.m.t. Kvitt ehf. ef eftirtalin skilyrði eru uppfyllt:
  • Slíkir þriðju aðilar þurfa á upplýsingunum að halda til að framfylgja þjónustusamningi;
  • miðlun persónuupplýsinga er í samræmi við persónuverndarskilmála;
  • þriðji aðilinn hefur samþykkt að fylgja nauðsynlegum öryggisstöðlum, stefnum og ferlum og hefur gert
   viðeigandi öryggisráðstafanir;
  • miðlunin er í samræmi við viðeigandi takmarkanir á miðlun persónuupplýsinga yfir landamæri; og
  • fyrir liggur undirritaður, skriflegur vinnslusamningur.
 • Greiðsluþjónustuveitandi veitir Kvitt ehf. upplýsingar um netfang notanda. Kvitt ehf. notar netfangið til að senda
  notanda tilkynningar um þjónustu sem tengist lausninni og markaðsefni hafi notandi gefið samþykki fyrir móttöku
  slíkra tilboða.
 • Hafi notandi samþykkt að fá sent markaðsefni frá Kvitt ehf. samþykkir notandi að greiðsluþjónustuveitandi veiti
  Kvitt ehf. upplýsingar um sig og notkun sína á lausninni sem nýttar eru til markaðssetningar. Þetta á m.a. við um
  upplýsingar um nafn og heimilisfang, hvenær notandi skráði sig í lausnina, hversu oft notandi notar lausnina og hjá
  hvaða greiðsluþjónustuveitanda notandi fær aðgang að lausninni.
 • Að öllu leyti er farið með upplýsingar í samræmi við gildandi lög.

10.3. Persónuverndarstefna

 • Greiðsluþjónustuveitandi hefur sett sér persónuverndarstefnu sem aðgengileg er á heimasíðu hans.
  Persónuverndarstefnu Kvitt ehf. er að finna á heimasíðu Kvitt, kvitt.is.
 • Með samþykki notendaskilmálanna samþykkir notandi persónuverndarstefnu greiðsluþjónustuveitandans og Kvitt
  ehf. sem telst hluti af þessum skilmálum.
 • Greiðsluþjónustuveitandi og Kvitt áskilja sér rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu sínar og er ávallt sú útgáfa í
  gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsíðu greiðsluþjónustuveitanda og Kvitt.

10.4. Aðgangur

 • Notandi á rétt á upplýsingum um það hvaða upplýsingar greiðsluþjónustuveitandinn hefur um hann.

10.5. Rangar upplýsingar

 • Verði greiðsluþjónustuveitandinn var við að upplýsingar um notanda séu rangar eða villandi munu upplýsingarnar
  verða leiðréttar eða þeim eytt.

10.6. Rafræn ummerki

 • Kvitt-appið notar vefkökur (cookies) og viðlíka tækni. Ekki er hægt að nota Kvitt án þess að skilja eftir sig rafræn
  ummerki.
 • Kvitt-appið notar Google Analytic og Crashlytics til að vinna tölfræðigögn um notkun á Kvitt, bæta notendaviðmót
  og gera villuleiðréttingar. Upplýsingarnar eiga m.a. við um farsíma og stýrikerfi sem þú notar, hvaða skjámyndir
  birtast og hvaða útgáfa af Kvitt-appinu er notuð.

11. Lög og varnarþing

 • Um skilmálana gilda íslensk lög og skulu dómsmál vera rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  Skilmálar þessir taka gildi 5. október 2018