Kvitt er þróað af Kvitt ehf

Kvitt ehf er nýtt félag sem sinnir þróun Kvitt greiðslulausnarinnar. Markmið félagsins eru að bjóða upp á hagkvæma og skilvirka greiðslulausn og skapa þannig möguleika á ódýrari greiðslumiðlun. Kvitt greiðslulausnin er tengd greiðslu- og innlánalausnum sem eru samnýttar af íslenskum fjármálafyrirtækjum og fellur því fullkomlega að íslenskum markaði.

Kvitt er byggt á sterkum grunni

Kvitt ehf. er í eigu RB (Reiknistofu bankanna). RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað og rekið megingreiðslukerfi landsins, auk fleiri fjármálalausna, síðustu áratugina. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög.