Viltu lækka kostnað hjá þínu fyrirtæki?

Kvitt nýtist öllum sem selja vörur og þjónustu og hafa áhuga á því að lækka kostnað. Lægri þóknanir og engin færslugjöld.

Viltu slást í hópinn? Hafðu samband við okkur og við leiðbeinum þér í gegnum ferlið.

Eftirtaldir aðilar taka nú þegar við Kvitt greiðslum.

Engir peningar, engin kort, ekkert vesen.

Þú tekur á móti Kvitt greiðslu beint í gegnum afgreiðslukassa, fljótlegt og einfalt. Greiðslur í gegnum Kvitt eru millifærslur og eiga sér stað samstundis. Peningurinn skilar sér strax og milliliðalaust inn á reikninginn þinn.

Spurt og svarað - söluaðilar

Hvað er Kvitt?

Kvitt er rafræn greiðsluleið í snjallsíma sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með einföldum hætti. Greiðslur í Kvitt eru beinar millifærslur og eiga sér stað samstundis. 

Hvers vegna ætti ég að bjóða upp á Kvitt greiðsluleiðina?

Kvitt er hagkvæm leið til að taka við greiðslum. Greiðslur skila sér um leið og viðskipti fara fram og þóknunum er haldið í lágmarki. Hér getur þú reiknað út hversu mikið þitt fyrirtæki gæti sparað með Kvitt.

Hvað þarf ég að gera til að geta tekið við Kvitt greiðslum?

Hafðu samband við okkur og við leiðbeinum þér í gegnum ferlið, sjá Hafa samband.

Hvað kostar að nota Kvitt?

Söluaðilar greiða hlutfall af mánaðarveltu, 0,15–0,2%, sjá verðskrá.

Hvenær eru færslur gerðar upp?

Þegar þú skráir þig í Kvitt þá velurðu reikninginn sem þú vilt safna greiðslum inn á og þangað berast greiðslurnar um leið og viðskiptavinur staðfestir greiðslu með Kvitt.

Með hvaða kassakerfum er hægt að nota Kvitt?

Hægt er að nota Kvitt með afgreiðslukerfum LS Retail NAV frá Advania, Rue de Net og Nýherja og einnig með Ax Dynamics frá Annata og dk POS frá dk hugbúnaði. 

Við erum sífellt að bæta og þróa Kvitt, hafðu því endilega samband þó að afgreiðslukerfið þitt sé ekki að finna í þessum lista.

Hvernig vinnur Kvitt með kassakerfi?

Þegar viðskiptavinur óskar eftir því að greiða með Kvitt þá er Kvitt valið sem greiðsluleið á afgreiðslukassanum. Við afgreiðslukassann er lítill kubbur merktur Kvitt sem viðskiptavinurinn ber símann að. Þegar viðskiptavinurinn hefur staðfest greiðslu þá kemur staðfesting á afgreiðslukassann.

Getur Kvitt tengst beint í gegnum Posa?

Unnið er að því að útfæra tengingu við Kvitt í gegnum Verifone posa.

Hvernig virkar Kvitt þegar Posatenging er notuð?

Þegar viðskiptavinur óskar eftir því að greiða með Kvitt þá er Kvitt valið sem greiðsluleið á afgreiðslukassanum. Posinn tekur við beiðninni og viðskiptavinurinn ber símann að posanum.  Þegar viðskiptavinurinn hefur staðfest greiðslu þá kemur staðfesting á afgreiðslukassann og greiðslan skilar sér samstundis inn á reikning söluaðila.

Hver á Kvitt?

Kvitt er í eigu Kvitt ehf. sem er nýtt félag í eigu RB (Reiknistofu bankanna) sem sinnir þróun Kvitt greiðslulausnarinnar.

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað og rekið megingreiðslukerfi landsins, auk fleiri fjármálalausna, síðustu áratugina. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. RB er í eigu íslenskra banka, sparisjóða og kreditkortafyrirtækja.